Streitulosun - staðnámskeið

Sale price Price 29.900 kr Regular price Unit price  per 

Næsta námskeið hefst 16. mars 2022

5 vikna námskeið haldið á miðvikudögum kl.10:45-12:30

Mæting kl.10:45 í spa-ið og 11:30 inn í æfingasal.

Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2

Verð: 29.900 kr

 

Þegar líkaminn býr við mikið álag í of langan tíma er eðlilegt að hann þrói með sèr ýmis streitutengd vandamál.

Ef þú upplifir til dæmis mjög reglulega:

 • spennuhöfuðverki eða mígreni
 • kjálkaspennu
 • suð í eyrum
 • svima
 • stífleika um allan líkama
 • bakverki
 • læsingar í liðum
 • verki við hreyfingu og í æfingum
 • doða í útlimum
 • meiðsli sem taka sig sífellt upp
 • fótapirring
 • meltingarvandamál
 • ógleði
 • kvíða og/eða depurð
 • sjóntruflanir
 • heilaþoku
 • svefnvandamál

Að þá eru allar líkur á því að líkaminn sé fastur í streituástandi og þurfi hjálp við að komast út úr streituvítahring sem hefur myndast.


Á námskeiðinu nýtum við okkur ýmis konar aðferðir til þess að róa taugakerfið niður og hjálpum líkamanum þannig inn í meira jafnvægi. Við æfum okkur í að mæta líkamanum af forvitni og af mildi og reynum að mæta honum á þeim stað sem hann er. 


Tímarnir hefjast á ferðum í heita pottinn og gufuna í bland við hressandi loftkælingu eða krefjandi ferðir í kalda pottinn svo þú farir rólegri, mýkri og í betri tengingu við líkamann inn í æfingatímana. Í salnum förum við í gegnum punktalosun á stífu vöðvana, flæði af mjúkum æfingum með eigin líkamsþyngd og endum tímana á leiddri djúpslökun.

 

Námskeiðið er hugsað sem dýrmætur tími fyrir þig til þess að hlúa að þér og virkja upp slökunartaugakerfið svo líkaminn geti sinnt nauðsynlegri uppbyggingu og endurheimt.

 

Ef þú heldur að námskeiðið gæti hentað þér endilega hafðu samband við okkur í tölvupósti á hraust@hraustthjalfun.is eða í gegnum skilaboð á instagram eða facebook.