HRAUST x morðcastið

Sale price Price 4.900 kr Regular price Unit price  per 

4 vikna áskorun HRAUST og morðcastsins

Fyrir okkur er hreyfing ein besta leiðin til að komast í betri tengingu við eigin líkama. Hún getur sagt okkur svo mikið um dagsformið og verið besta núvitundin, sérstaklega fyrir þau okkar sem fíla sig ekki í “hefðbundinni” hugleiðslu. Í nútímasamfélagi er alltof algengt að við höfum svo mikið að gera að við náum aldrei að staldra við og taka stöðuna á okkur sjálfum. Hvernig líður mér í dag? Hvernig er orkan mín í dag? Flesta daga er einfaldlega ekki í boði að spyrja þessarra spurninga því við höfum ekki tíma til að heyra eða bregðast við hreinskilna svarinu. Við þurfum bara að halda áfram með ótæmandi to-do lista og verkefni hversdagslífsins þar sem samviskubit og niðurrif fylgja gjarnan með.

 

Á bakvið HRAUST standa tveir sjúkraþjálfarar, Kara og Agnes, sem (án þess að vera of dramatískar) fundu nýtt líf með nýrri nálgun á hreyfingu. Þegar krefjandi tímabil bönkuðu uppá hvað eftir annað fóru kröfurnar okkar um að hreyfa okkur úr því að vera 60+ mín af svita í ræktinni yfir í að vera það sem líkaminn kallaði á hverju sinni - algjörlega eftir dagsformi. Hnébeygjur á meðan kaffivélin hitnaði, teygjur á meðan barnið var í sturtu, stundum mikið, stundum lítið. Við fórum að finna á eigin skinni og á fólki í kringum okkur hvað allt gengur betur þegar við vinnum með líkamanum en erum ekki sífellt að rembast við að gera meira en við eigum innistæðu fyrir. Þegar við skildum að við vorum virkilega alltaf að gera eins vel og við gátum á hverju tímabili fyrir sig, hvarf pressan um að vera alltaf að gera meira, gera betur og að líða eins og við þyrftum stanslaust að sanna okkur fyrir okkur sjálfum eða öðrum.

 

Markmiðið með okkar áskorunum og æfingaprógrömmum er aldrei að skapa streitu eða bara enn einn hlutinn á to-do listann. Það er eðlilegt að geta ekki hreyft sig jafnmikið 24/7 allan ársins hring. Suma daga erum við þreyttari og stundum kallar utanaðkomandi aðstæður á að við hvílum okkur. Stundum getur ákveðin hvíld verið fólgin í hreyfingunni, smá tími yfir daginn þar sem við hugsum ekki um neitt nema það sem við erum að gera þá stundina. Þegar við lærum að hlusta á hvað það er sem líkaminn þarf hverju sinn hættir hreyfing (eða skortur á henni) að vera uppspretta samviskubits og niðurrifs og verður órjúfanlegur partur af deginum okkar, sama hvort hreyfingin er 2 mín eða 2 klst.

 

Í þessari fjögurra vikna áskorun ætlum við að nota hreyfingu sem tól til að hlúa að okkur og læra inná okkur sjálf. Við mætum okkur þar sem við erum og hlustum á dagsformið. Æfum okkur að kyngja stoltinu og hægja á þegar við viljum helst fara á hnefanum en líka að ýta okkur vel út fyrir comfort zone-ið þegar við finnum að það er innistæða fyrir því. Þannig vonumst við til að þið uppskerum betri tengingu við líkamann, aukinn styrk og liðleika.

 

Prógrammið er sett upp sem 3 æfingar á viku auk einnar bónusæfingar sem er mismunandi hverja viku. Æfingarnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar og allar gerðar bara með eigin líkamsþyngd. Engin lóð, teygjur eða ketilbjöllur. Hver æfing er gerð á tíma svo allir geti stýrt sínu álagi. Æfingarnar geta verið á bilinu 5-25 mín, það má alltaf taka stutta æfingu ef líkaminn kallar á það. Við byrjum á 5 mínútna mobility og förum svo í æfingahring á tíma þar sem hver stýrir sínu álagi og tímalengd æfingarinnar. Í bónusæfingunum verður ákveðið þema og hún er lengri en hinar með fræðslu blandaðri inn á milli. Þegar þú skráir þig opnast fyrsta æfingavikan og svo koma inn nýjar æfingar vikulega næstu þrjár vikur