Mánuður af meðvitund

Sale price Price 15.900 kr Regular price 19.900 kr Unit price  per 

Hefst 9. ágúst! 
Skráðu þig fyrir 2. ágúst og fáðu námskeiðið á lækkuðu verði. Takmörkuð pláss í boði.


Taktu mánuð af æfingum í fullri meðvitund og lærðu að nota hreyfingu til þess að láta þér líða betur, verða öruggari með sjálfa þig, læra inn á mörkin þín og að draga úr eða að koma í veg fyrir verki.

Aukin meðvitund um líkamann þinn er algjör lykill að bættri heilsu 🔑 Þegar við kunnum inn á okkur sjálfar getum við aðlagað nánast hvaða hreyfingu sem er að okkar líkama.

Á námskeiðinu förum við vel í gegnum virkjun á kvið og grindarbotni, skoðum líkamsstöðuna, algenga triggera inn í stoðkerfisvandamál, áhrif streitu og hvernig við getum hreyft okkur í takt við líkamann.

Námskeiðið hentar bæði óléttum og þeim sem eru nýbúnar að eiga, þeim sem eru að jafna sig eftir streitutímabil eða áföll, konum með langvinna sjúkdóma eins og til dæmis vefjagigt, þeim sem eiga erfitt með að finna hreyfingu sem lætur þeim líða vel en líka bara þeim sem langar að læra meira um sig sjálfar 🙏🏻


Innifalið á tímabilinu er:

  • Aðgangur að 15 mínútna æfingum í appi sem við gerum ráð fyrir að þú gerir fimm daga vikunnar út mánuðinn. Mjúkar æfingar á dýnu með eigin líkamsþyngd sem flestar ættu að ráða vel við.

  • Aðgangur að lokuðum instagram hópi þar sem við förum dýpra ofan í hlutina og svörum öllum spurningum sem vakna á tímabilinu.


Að skráningu lokinni sendir þú okkur tölvupóst á hraust@hraustthjalfun.is með upplýsingum um notendanafn á instagram og við bætum þér í hópinn. Nokkrum dögum áður en námskeiðið hefst sendum við þér svo tölvupóst sem hjálpar þér að setja æfingaappið upp í símanum.

Ef þú ert í vafa um hvort námskeiðið gæti hentað þér - ekki hika við að hafa samband!