Fyrirlestur - líkaminn eftir fæðingu

Sale price Price 11.900 kr Regular price Unit price  per 

Fyrirlestur/workshop fyrir mæður sem vilja hreyfa sig af öryggi eftir fæðingu.

Það er margt sem breytist í líkamanum við meðgöngu og fæðingu barns og margar spurningar sem brenna á nýjum mæðrum þegar þær taka sín fyrstu skref aftur í hreyfingu.

Hvaða æfingar má ég gera?
Hvenær get ég byrjað að æfa?
Mun bilið á milli kviðvöðvanna ganga saman?
Er eðlilegt að ég pissi ennþá á mig þegar ég hnerra?
Hvenær má ég byrja að hlaupa?

Þessar og svo ótal margar fleiri spurningar höfum við fengið frá nýjum mæðrum síðustu ár og ætlum að svara þeim öllum ásamt því að fara vel yfir starfsemi djúpvöðvakerfisins og fara yfir það sem okkur finnst vera grunn æfingar áður en farið er aftur í markvissari hreyfingu. Aðeins 8 pláss á hvert námskeið svo að við getum leiðbeint hverri og einni persónulega og haft einstaklingsmiðaðri fræðslu.

Námskeiðið fer fram í Vellíðanarsetrinu, Urriðaholtsstræti 18 í Garðabæ. 

Dagsetningar í boði:

laugardag 19. febrúar kl. 10-12 / 12:30-14:30

laugardag 26. febrúar 10-12 / 12:30-14:30