Fræðslunámskeið

Sale price Price 24.900 kr Regular price Unit price  per 

Fræðslunámskeið fyrir nýbakaðar mæður sem vilja byrja aftur að stunda "sína" hreyfingu fullar sjálfstrausts og öryggis í nýjum líkama eftir barnsburð. Sérstaklega hugsað fyrir þær konur sem hafa fætt fyrir 6-12 vikum síðan en að sjálfsögðu allar konur velkomnar sem hafa fætt barn/börn og vilja byggja upp sterkan grunn fyrir hreyfingu.

Námskeiðinu er skipt í tvo tveggja klukkustunda hluta 

Fyrra kvöldið: fræðsla um líkamann eftir fæðingu og djúpvöðvakerfið. Þátttakendur læra að virkja kvið- og grindarbotnsvöðva rétt, læra hagstæða öndun fyrir djúpvöðvavirkni, læra að meta bil á millli kviðvöðva og hvernig best sé að haga stignun í æfingum og meta hana út frá eigin getu. 

Seinna kvöldið er helgað æfingum en þá förum við yfir bæði teygjur, djúpvöðvaæfingar og almennar styrktaræfingar og skoðum framkvæmd og skölun æfinga og slökum svo vel á í lokin.

ATH! Aðeins 10 laus pláss á hvert námskeið.

Námskeiðið er haldið í sal Vellíðanarsetursins, Urriðaholtsstræti 18 í Garðabæ. Gott er að mæta í þægilegum fötum sem hægt er að hreyfa sig í, a.m.k. seinna kvöldið.

Til þess að efni námskeiðsins nýtist þér sem allra best óskum við eftir því að mæður mæti án barnsins á námskeiðið ef það er möguleiki. 

Að loknu námskeiði fá allir þátttakendur aðgang að HRAUST eftir fæðingu, netnámskeiði, að andvirði 24.900 kr. Þar finnur þú áframhaldandi fræðslu og æfingar sem nýtist næstu vikur og mánuði.

Umsjón með námskeiðinu hefur Kara Elvarsdóttir, sjúkraþjálfari hjá Hraust.