FJARÞJÁLFUN

Sale price Price 15.900 kr Regular price Unit price  per 

Fjarþjálfun HRAUST er þjálfun sem miðar að því að hjálpa þér að komast í betri tengingu við eigin líkama, æfa í takt við eigin þarfir, orku og líðan hverju sinni en líka að styrkjast og líða betur líkamlega og andlega.

Þú ert alltaf að gera eins vel og þú getur er mantran okkar og okkar markmið er að þegar þú er komin vel á veg í þjálfunina trúir þú því líka heitt og innilega og sjáir hvað dagsformið er samtvinnað andlegri og líkamlegri líðan. 

Þjálfunin gengur svona fyrir sig:

1) þú skráir þig í gegnum heimasíðuna

2) innan við sólarhring eftir skráningu færðu sendan spurningalista þar sem við komumst að því hver þín markmið eru og hvar þú ert stödd hvað varðar hreyfingu, hvað þú þarft núna

3) við skráum þig í eitt af fjórum grunnprógrömmum út frá því hvernig þú svaraðir spurningalistanum. Prógrömmin eru: RÓLEG, LIÐUG, STERK eða HRAUST. Við höfum svo möguleika á að breyta og bæta prógrammið eftir þörfum út tímabilið eða flakka á milli prógramma þegar það á við.

4) þú skráir inn í rafræna dagbók í skjali sem þú færð sent frá okkur og sendir okkur svo tölvupóst vikulega þar sem þú ferð yfir liðna viku og hvernig þú upplifðir hana. Út frá því tökum við stöðuna og hjálpum þér áfram. 

Hver skráning gildir í 4 vikur í senn og verð fyrir 4 vikur er 15.900 kr.

Ef þú kýst að halda áfram kostar hver mánuður eftir fyrstu 4 vikurnar 12.500