HRAUST - æft eftir litum

Sale price Price 9.900 kr Regular price Unit price  per 

Í okkar huga er ekkert jafn valdeflandi og það að verða meðvitaðari um sjálfa sig, að geta mætt sér með mildi á öllum tímabilum lífsins og að trúa því heitt og innilega að það sé alltaf von um að líða betur í eigin skinni.

Mörgum finnst ekki taka því að taka æfingu ef hún er ekki klukkutími af svita og blóðbragði í munninum. Þegar allt-eða-ekkert hugarfarið er yfirráðandi missum við af svo mörgu sem hreyfing getur gefið okkur. Hreyfing getur nefnilega verið ótrúlegt tól til þess að bæta heilsu, ýta okkur lengra en líka koma jafnvægi á líðan og tilfinningar.

Eftir að hafa kynnst tilfinningar-flokkunarkerfi Marc Brackett ákváðum við að búa til æfingaprógramm í stíl. Æfingaprógramm sem hjálpar konum að nota hreyfingu til þess að læra betur inn á sig, draga úr óþægindum og vanlíðan á erfiðum tímabilum og fá útrás og auka enn frekar vellíðan á góðu tímabilunum. Prógramm sem tekur mið að því að við erum manneskjur með alls konar tilfinningar og mismunandi hreyfing kallar á okkur allt eftir því hvernig okkur líður á hverri stundu fyrir sig.

 

Prógrammið hvetur konur til þess að mæta sér með forvitni og án þess að dæma, því þannig skiljum við betur hvað hentar okkur, hvar mörkin okkar liggja og verðum með tímanum óhræddari við að treysta innsæinu og ákveða sjálfar hvað hentar okkur hverju sinni.

Með því að sjá hlutina í aðeins víðara samhengi, skoða álag, verkefni, innri pressu, orku og tilfinningar, fer að verða auðveldara að mæta sér með skilningi þegar við nennum bara alls ekki í ræktina og hlakka innilega til að fara út að hlaupa eða svitna í ræktinni þegar við erum vel hvíldar og í góðu andlegu jafnvægi. 

Við skráningu færðu aðgang að öllu efninu í ótakmarkaðan tíma.

Í þessu prógrammi færðu aðgang að fræðslufyrirlestri um litakóðunarkerfið og yfir 30 æfingar sem henta á mismunandi tímabilum, hvort sem orkan er mikil eða lítil, hvort sem þér líður vel eða illla.