Congratulations! You are now on the waiting list, please check your inbox for our confirmation email!

Register Account

Sign In

9 mánuðir: endurhæfing eftir fæðingu

9 mánuðir: endurhæfing eftir fæðingu

Venjulegt verð
5.900 kr
Venjulegt verð
Tilboðsverð
5.900 kr
Unit price
per 
Availability
Uppselt

Fljótlega eftir fæðinguna búast flestar konur við því að endurheimta líkamann sinn án vandræða en ranka margar við sér í breyttum líkama sem þær eiga erfitt með að tengjast og skilja.

Við vorum nákvæmlega þarna eftir að við urðum mömmur. Týndar í líkama sem vann ekki með okkur og í stöðugum rembingi við að halda í það sem hentaði okkur áður en við urðum óléttar. Við vorum vonsviknar út í líkamann og áttum erfitt með að treysta honum. Upplifðum okkur á tímabilum hálf "gallaðar".

Það tók okkur nokkur ár að átta okkur á því að það sem við upplifðum er fullkomlega eðlilegt. Að það er eðlilegt að meðgangan taki toll á líkamanum, að það taki tíma að byggja sig aftur upp og ennþá lengri tíma þegar maður er með ungabarn á handlegg allan sólarhringinn. Í 9 mánuði ráðstafaði líkaminn orkunni í að hjálpa litla barninu að vaxa og dafna og breytti meira að segja líkamsstöðunni til þess að búa til meira pláss fyrir barnið. Okkur finnst því meira en sjálfsagt að þú leyfir þér að taka að minnsta kosti 9 mánuði í að byggja þig aftur upp og verða aftur þ ú  s j á l f.

Endurhæfingarprógrammið okkar hefur verið í stöðgri þróun undanfarin ár og byggir á því að hjálpa þér að æfa í meðvitund og að veita smáatriðunum athygli svo þú getir aftur hoppað, hlaupið og hreyft þig eins og þig langar til.  Við teygjum og nuddum vöðvana sem stífnuðu upp á meðgöngunni, virkjum aftur djúpvöðvakerfið, styrkjum vöðvana sem rýrnuðu og flæðum svo í gegnum mjúkar æfingar, öndum og róum niður taugakerfið. Við bjóðum mömmur sem glíma við grindarbotnsvandamál, finna fyrir verkjum í mjaðmagrind og/eða baki sérstaklega velkomnar í hópinn.9 MÁNAÐA ENDURHÆFING

Verð í áskrift: 5.900 kr á mánuði

Þú færð aðgang að innri vefnum okkar og mánaðarlega birtist nýtt efni um líkamann til þess að kafa ofan í. Í hverjum mánuði tökum við fyrir ákveðið þema og tæklum saman atriði sem við vitum að eru mikilvæg að ná utan um svo þú skiljir betur hvernig líkaminn þinn hefur breyst eftir meðgönguna og fæðinguna og fáir verkfæri í hendurnar til þess að byggja þig upp.


9 mánaða endurhæfingin er ekki hefðbundið æfingaprógramm heldur frekar gátlisti af atriðum sem nauðsynlegt er að skoða á endurhæfingartímabilinu. Til þess að ná árangri í prógramminu er mikilvægt að þú gefir þér tíma og rými til þess að fara í gegnum æfingarnar, hlusta á hljóðupptökurnar, melta efnið og grisja út atriði sem þú finnur að þú þarft að vinna betur í. Endurhæfingin hentar vel samhliða göngutúrum eða annarri hreyfingu sem þú ert vön að stunda en nýtist líka vel ein og sér.

Við mælum með því að þú hafir aðgang að nuddrúllu og nuddbolta á tímabilinu og getir gripið í auka þyngdir og æfingateygju eftir því sem líður á.

Eftir skráningu færð þú sendan tölvupóst sem hjálpar þér að búa til aðgang að innri vefnum okkar og getur svo byrjað strax að skoða efni fyrsta mánaðarins.

Þú greiðir fyrsta mánuðinn við skráningu og færð svo sendan greiðsluseðil mánaðarlega í heimabanka næstu 8 mánuði. 

Við erum með þér alla leið og höldum vel utan um okkar konur á facebook hópnum HRAUSTAR mömmur þar sem við veltum vöngum saman yfir öllu því sem getur komið upp á tímabilinu. 

Það að auki hittumst við á Nýbýlaveginum þrisvar sinnum í haust 21.9 / 19.10 / 23.11 - fáum okkur kaffi, spjöllum og skoðum saman hvernig hefur gengið á tímabilinu.