Áfallameðvituð sjúkraþjálfun

Sale price Price 9.900 kr Regular price Unit price  per 

Hefur þú í einhvern tímann verið að glíma við bakverki, höfuðverki eða verki sem flakka sífellt á milli staða, stífleika í líkamanum, orkuleysi eða mikla þreytu og gengið illa að finna áhrifaríkar lausnir?

Þá gæti áfallameðvituð sjúkraþjálfun verið eitthvað fyrir þig ❤️

Þegar varnarkerfi líkamans verða ofurnæm í kjölfar áfalls, áverka eða of mikils tilfinningalegs- og/eða líkamlegs álags getur verið erfitt að finna eitthvað sem slær á einkenni þegar við höfum ekki fengið næga fræðslu um það hvernig líkaminn okkar virkar.

Í áfallameðvitaðri sjúkraþjálfun skoðum við streitutengd vandamál á heildrænan hátt út frá sjónarhorni ósjálfráða taugakerfisins. Við lærum inn á það hvað mótaði kerfið okkar og hvernig það virkar, hvaða mynstur við leitum í undir álagi, hvernig kerfinu okkar gengur að rétta sig af eftir álagspunkta, þjálfum upp sjálfsmildi, forvitni í eigin garð og tileinkum okkur æfingar og athafnir sem hjálpa líkamanum inn í öryggi.

Í lok námskeiðs ættir þú að:

  • eiga auðveldara með hlusta á líkamann
  • geta brugðist við stoðkerfiseinkennum snemma og með áhrifaríkari hætti en áður
  • hafa betri hugmynd um hvað daglega lífið þarf að innihalda til þess að þér líði vel

Námskeiðið er 4 vikna netnámskeið sem þú getur þrætt þig í gegnum á eigin hraða og opnast á innri vefnum um leið og þú skráir þig. Úrvinnsla áfalla er krefjandi ferli og gengur best á tímabilum þar sem við höfum rými til þess að vefja okkur í bómul á meðan við tökum á móti öllu því sem kemur upp. Mörgum konum þykir líka nauðsynlegt að hafa fagaðila á kantinum og mæta reglulega til t.d. sálfræðings og sjúkraþjálfara á tímabilinu. 

Það sem þátttakendur á námskeiðinu hafa haft að segja:

"Þegar ég áttaði mig á því að það væri ekkert að mér heldur væri líkaminn að bregðast eðlilega við óeðlilegum aðstæðum að þá breyttist allt"

"Mjög gott og lærdómsríkt námskeið. Fékk bjargráð strax frá byrjun sem eru góð að nýta. Flóknir hlutir bútaðir niður og útskýrðir á þannig hátt að auðvelt er að skilja. Mjög ánægð með námskeiðið!"


"Það er búið að koma mér svo á óvart hvað ég er greinilega oft að bregðast við einhverju í umhverfinu mínu þrátt fyrir að hausinn viti alveg að það er ekkert hættulegt að gerast. Mig hefði ekki grunað að það væri ekki bara nóg að vinna með hausinn heldur þyrfti ég að kenna líkamanum mínum þetta líka"