Meðgönguskólinn
Sale price
Price
9.900 kr
Regular price
Unit price
per
Meðgönguskólinn hjálpar þér að skilja líkamann þinn betur á tímabili stöðugra breytinga og gefur þér verkfæri til þess að draga úr áhrifum meðgöngunnar á stoðkerfið.
Markmið námskeiðsins er að veita þér öryggi á meðgöngunni, draga úr verkjum (og hræðslu við verki), kvíða og óvissu á þessu krefjandi tímabili.
Með því að auka líkamsvitund á meðgöngu getur þú dregið úr mjaðmagrindarverkjum, streitu og flýtt fyrir endurhæfingu eftir fæðingu.
Í meðgönguskólanum hefur þú aðgang að:
- Fræðsluefni sem hjálpar þér að:
- skilja betur líkamann þinn
- finna fyrir djúpvöðvunum
- finna æfingar við hæfi fyrir hvert tímabil
- átta þig á hvenær þú þarft að draga úr vinnu
- skilja hvaða æfingar henta þér á þessu tímabili
- undirbúa þig fyrir komandi fæðingu
- Æfingabanka fyrir hvern þriðjung meðgöngunnar og fræðslu um hvert tímabil fyrir sig
- Ýmsum bjargráðum fyrir algeng vandamál á meðgöngunni
- Myndböndum með nuddi, teygjum og slökunaræfingum
Innifalið í netnámskeiðinu er einnig aðgangur að Mömmuhópi Hraust á Facebook sem fer af stað 15. ágúst næstkomandi þar sem við höldum utan um hópinn og svörum öllum spurningum sem vakna á tímabilinu.