Meiri meðvitund: áfallameðvituð nálgun við stoðkerfisvandamálum

Sale price Price 9.900 kr Regular price Unit price  per 

Meiri meðvitund er 6 vikna netnámskeið þar sem við skoðum við streitutengd vandamál á heildrænan hátt út frá sjónarhorni ósjálfráða taugakerfisins.

Við lærum inn á það hvernig kerfið okkar virkar, hvaða mynstur við leitum í undir álagi, hvernig kerfinu okkar gengur að rétta sig af eftir álagspunkta, þjálfum upp sjálfsmildi, forvitni í eigin garð og tileinkum okkur æfingar og athafnir sem hjálpa líkamanum inn í öryggi.

Námskeiðið er þróað í von um að nálgunin færi þeim sem upplifa líkama sinn óútreiknanlegan, bilaðan eða ónýtan fleiri verkfæri til þess að auka vellíðan í daglegu lífi og er hugsað sérstaklega fyrir konur með streitutengd vandamál eða sjúkdóma eins og t.d. kulnun, langvinna verki, vefjagigt eða ME sjúkdóminn.

Í lok námskeiðs ættir þú að:

  • eiga auðveldara með hlusta á líkamann
  • geta brugðist við stoðkerfiseinkennum snemma og með áhrifaríkari hætti en áður
  • hafa betri hugmynd um hvað daglega lífið þarf að innihalda til þess að þér líði vel


Námskeiðið opnast á innri vefnum um leið og þú skráir þig og í hverri viku opnast nýr kafli svo þú getir smám saman dýpkað þig í efninu.

Þar að auki munum við reglulega rúlla 6 vikna umræðu um námskeiðið í lokuðu story-i á instagram þar sem þú getur sent á okkur vangaveltur og heyrt hvernig öðrum í hópnum líður. Næsti hópur fer af stað 10. október!