Endurhæfing eftir fæðingu

Sale price Price 9.900 kr Regular price Unit price  per 

Endurhæfing er netþjálfun sem hjálpar þér að tengjast líkamanum þínum aftur eftir allar breytingarnar sem hann hefur gengið í gegnum á meðgöngunni og í fæðingunni❤️

Sjúkraþjálfararnir Agnes og Kara hafa tekið saman allt það sem þú þarft að hafa í huga fyrstu mánuðina eftir fæðingu svo þú getir farið að hreyfa þig eins og þér finnst skemmtilegast án þess að upplifa það sem svo margar konur upplifa í kjölfar fæðingar - að vera týndar í nýjum líkama með allskyns vandamál eins og bakverki eða þvagleka. 

Í þjálfuninni leggjum við áherslu à að byggja upp líkamann eftir meðgöngu og fæðingu, æfa okkur í því að hlusta á líkamann og finna fyrir því hvernig líkaminn hefur breyst og að prófa okkur áfram með það hvernig við getum mætt okkur á þeim stað sem við erum. 

Í okkar huga gengur fæðingarorlofið út á það að tengjast og að læra inn á breyttar aðstæður. Og til þess að geta virkilega tengst okkur sjálfum, barninu okkar og þeim sem standa okkur næst verðum við að hægja á, minnka kröfurnar og búa til svigrúm til þess að geta hlustað.

Það krefst mikillar æfingar að heyra og sjá öll merkin sem líkaminn sendir okkur í sífellu en þegar okkur tekst að staldra við reglulega og finna fyrir okkur aukast líkurnar á því að við höfum hugrekkið til þess að finna okkar eigin takt, setja á okkur raunhæfar kröfur og að sýna okkur mildi 🙏🏻

Námskeiðið er hannað með þarfir nýbakaðra mæðra í huga og algengast er að konur komi til okkar u.þ.b. 6-10 vikum eftir fæðingu. Fræðslan og æfingarnar eru settar upp  þannig að þú gætir byrjað að skoða efnið jafnvel nokkrum dögum eftir fæðingu. Það er hinsvegar aldrei of seint að byrja svo ef þú vilt einfaldlega læra betur á líkamann þinn jafnvel mörgum árum eftir fæðingu, vertu þá hjartanlega velkomin!

Innifalið í netnámskeiðinu er ótímabundinn aðgangur að innri vef fullum af fræðslu og æfingum sem þú getur farið í gegnum á þínum eigin hraða. 

Á námskeiðinu lærir þú að:

  • Spenna og slaka á grindarbotninum
  • Hjálpa kviðvöðvunum að ganga saman aftur
  • Vinda ofan af stífleika eftir meðgönguna
  • Byggja upp grunnstyrk

Aðgangurinn virkjast við skráningu svo þú getur hafist handa strax 🙏🏻