Congratulations! You are now on the waiting list, please check your inbox for our confirmation email!

Register Account

Sign In

Lærðu á líkamann

Lærðu á líkamann

Venjulegt verð
6.900 kr
Venjulegt verð
Tilboðsverð
6.900 kr
Unit price
per 
Availability
Uppselt

Sem manneskjur sveiflumst við í sífellu á milli þess að vera í jafnvægi, í varnarviðbragði eða í úrvinnslu. Þegar við förum í gegnum krefjandi aðstæður eða tímabil í lífinu er fullkomlega EÐLILEGT að heilinn færi líkamann inn í einhvers konar varnarviðbragð þegar hann metur það sem svo að líkaminn sé í hættu. Heilinn vinnur að því að halda okkur öruggum og að koma okkur í gegnum kaflana sem taka í. Heldur okkur á tánum og forgangsraðar orkunni til vöðvanna, skerpir á öllum skilningarvitum svo við séum meðvituð um hætturnar í umhverfinu og dregur úr starfsemi kerfa líkamans sem geta beðið á meðan hættan líður hjá - t.d. meltingunni og æxlunarkerfinu. Þegar við svo komumst út úr óöruggu aðstæðunum fer líkaminn inn í úrvinnslu. Kallar á hvíld og meiri svefn og vinnur þannig úr öllu því sem á hefur gengið. Forgangsraðar orkunni til líffærakerfa sem hafa þurft að bíða þolinmóð eftir því að geta unnið sína vinnu og finnur jafnvægið sitt upp á nýtt.

En í dag upplifum við það mörg að hringrásin sé trufluð. Trufluð af samfélagslegum kröfum um að gera allt og vera alls staðar á sama tíma. Um að geta haldið uppi sömu rútínunni allan ársins hring. Um að fullnýta tímann okkar með bros á vör sama hvað. Eða með öðrum orðum - gerir kröfu á okkur um að staldra við óeðlilega lengi í varnarviðbragði. Alveg fram að sumarfríi. Páskafríi. Kannski jólafríi. Þá er í lagi að slaka á þó svo það þurfi samt að gera eitthvað merkilegt líka. Fara út á land eða í skíðaferð erlendis. Muna að njóta og elska hverja mínútu. 

Það er misjafnt hversu lengi okkur tekst að lifa í stöðugu streituástandi en á endanum fara vandamálin að skjóta upp kollinum. Einkenni sem ættu að minna okkur á að nú þurfi að fara að hægja á, búa til svigrúm til þess að hvílast og hlaða aftur inn á kerfið. Því bara þannig komumst við aftur inn í jafnvægi.

Markmið námskeiðsins er því alls ekki að stuðla að stöðugu jafnvægi í lífinu og fara þvert á líffræðina. Markmiðið er miklu frekar að gera þig meðvitaðari um það hvernig heilinn og líkaminn virkar, hjálpa þér að þekkja einkenni þess að festast í streituástandi, útskýra tilgang og mikilvægi þess að setja tærnar upp í loft á hverjum einasta degi, oft yfir daginn, skerpa á því að það er EÐLILEGT að vera ekki alltaf í jafnvægi og að allar tilfinningar okkar eiga rétt á sér. Að öll eigum við misjafna daga og misjöfn tímabil og ef við streitumst stöðugt á móti því uppskerum við ekkert annað en líkama sem vinnur ekki með okkur.

Svo ef þig langar að læra betur inn á líkamann þinn þá er þetta námskeið fyrir þig!

Næstu 6 vikurnar færð þú ótímabundinn aðgang að einu hljóðvarpi og einu æfingamyndbandi í hverri viku sem hjálpar þér að gera raunhæfar væntingar til þín, skilja hvernig líkaminn virkar, færa athyglina inn í líkamann, taka eftir því hvar streitan á það til að safnast upp hjá þér og fá hugmyndir að æfingum sem gætu hjálpað þér að koma líkamanum inn í betra jafnvægi.

Um leið og þú kaupir aðgang að Lærðu á líkamann færðu tölvupóst með hlekk á námskeiðið og getur byrjað strax að læra!