HRAUST kafað dýpra

Sale price Price 19.900 kr Regular price 0 kr Unit price  per 

LOKAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR SKRÁNINGU - NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST HAUSTIÐ 2021

HRAUST kafað dýpra er prógrammið sem við sáum alltaf fyrir okkur að geta boðið upp á. Vegferð sem hefur verið í stöðugri þróun síðan við ákváðum sjálfar að stökkva af hamstrahjólinu og verja tíma í að læra betur inn á okkur sjálfar.

Eftir að hafa keyrt okkur reglulega í kaf í gegnum tíðina og upplifað allt frá höfuðverk, vöðvabólgu og bakverkjum yfir í kvíðaköst, sjálfsniðurrif og veruleg vandræði með að standa með okkur sjálfum sàum við það loksins að við kunnum í raun hvorki inn á líkamann okkar né tilfinningarnar.

Það að læra inn á sig er gríðarlega valdeflandi og frelsandi ferðalag. Ferðalag sem hefur kennt okkur að oftast er minna svo yfirdrifið nóg. Að það að vera í meðvitund um eigin líkama getur komið í veg fyrir svo mikið af vandamálum. Það að leyfa sér að vera mannleg dýpkar tengslin við fólkið í kringum okkur. Að virðing fyrir okkur sjálfum í hvaða aðstæðum sem er kennir okkur að vera sveigjanlegar, sýna okkur mildi og að hlúa að okkur sama hvað.

Svo ef þú ert komin með nóg af því að vera aldrei nóg, gera aldrei nóg, að þurfa að treysta á aðra til þess að halda þér gangandi og bjarga þér frá verkjum og vanlíðan - þá sjáum við þig 💛 Við vorum þarna sjálfar og meira en það. 

11. janúar förum við í annað sinn af stað með hóp fullan af konum sem eru tilbúnar í vegferð í átt að meira sjálfsmildi og höldum utan um hópinn í fjóra mánuði.

Það sem okkar konur hafa sagt um námskeiðið:

 

“Helsta breytingin sem ég finn á sjálfri mér eftir þessa mánuði er aukin innri ró. Ég mæti sjálfri mér á miðri leið, get stoppað mig af þegar ég finn að stressið er að ná yfirhöndinni og hef tæki og tól til þess að grípa inn í. Ég fann aftur gleðina í hreyfingu, eitthvað sem ég hafði saknað lengi. Áður en ég byrjaði var ég raunverulega örlítið hrædd við að reyna á mig, því mér fannst eins og það tæki því ekki því ég væri ekki í nógu góðu formi og að ég yrði bara móð við hluti sem öðrum þættu auðveldir. Ég er farin að mæta verkjum með ýmsum verkfærum, t.d. stuttum liðleikarútínum og hreyfingu í staðin fyrir að taka bara verkjatöflu og halda áfram að sitja eins og rækja við stofuborðið. Það er þó langt í frá að allar vikur séu eins. Stundum geri èg bara ekki neitt í marga daga í röð. Stóri munurinn er þó sá að ég fæ ekki samviskubit eða brýt sjálfa mig niður fyrir það. Fólkið í kringum mig hefur meira að segja haft orð á því hvað ég virðist sáttari á sál og líkama þessa dagana. Sem ég held að sé kannski stærsti sigurinn?”

 

"Mig langar að byrja á að þakka ykkur fyrir þetta frábæra námskeið. Þetta er svo akkúrat allt það sem “kulnaðar” ofurkonur þurfa í einum pakka. Ég vona að þið haldið þessu áfram sem lengst og sem flestar konur fari í gegnum þetta námskeið hjá ykkur, hvort sem þær eru kulnaðar eða ekki🙏🏼 Ég dáist að ykkur fyrir að hafa fundið þessa fallegu sýn á lífið svona ungar og er svo þakklát ykkur fyrir að deila henni með okkur og hjálpa. Þið hafið strax kennt mér og eruð stöðugt að kenna mér mikið sem ég ætla að notast við á lífsleiðinni💕 Mér finnst rosalega gott að hlusta á upptökurnar frá ykkur og læra æfingarnar sem eru á námskeiðssvæðinu á heimasíðunni. Svo mikil hjálp í sjálfsvinnunni sem fylgir uppbyggingunni eftir að hafa lent á veggnum."

 

Ég hef aldrei litið á heilsu á þann hátt sem ég er að byrja að tileinka mér núna eftir námskeiðið. Það breytir öllu fyrir mig að vera farin að skilja að suma daga þarf ég eitthvað allt annað en samfélagið hefur talið mér trú um að ég þurfi. Núna finnst mér ég vera á réttri leið en er líka að byrja að skilja að þetta er bara byrjunin og ég á langa leið fyrir höndum.  Mér líður pínu eins og ég hafi gengið í sértrúarsöfnuð og ég er alltaf að breiða út boðskapinn 😊”

 

Innifalið í HRAUST kafað dýpra er:

  • Ótímabundinn aðgangur að samfélaginu okkar á facebook hópnum “HRAUST kafað dýpra”
  • Mjúkt flæði í streymi á facebook hópnum á þriðjudögum og fimmtudögum kl.12-12:30. Mjúka flæðið er eins konar hugleiðsla á hreyfingu sem hjálpar þér að tengjast líkamanum og finna betur fyrir því hvað hann kallar á hverju sinni (æfingarnar vistast á hópnum svo þú getur horft á þær þegar hentar þér)
  • Hugarfarsvinna í formi hljóðvarpa og verkefni sem fylgja henni eftir á facebook hópi
  • Ótímabundinn aðgangur að HRAUST netprógramminu sem hjálpar þér að kynnast eigin mörkum og velja æfingar út frá líðan
  • Mánaðarlegir hittingar á zoom eða í eigin persónu eftir því sem aðstæður leyfa þar sem við deilum reynslusögum af tímabilinu

 

Tímabilið stendur yfir frá 11.janúar til 11.maí 👏🏻

Verð á mánuði: 19.900 kr. Fyrsti mánuður frír ef þú ert nú þegar skráð í HRAUST netprógrammið.

Þú greiðir einn mánuð við skráningu og færð svo sendan reikning í heimabanka mánaðarlega næstu 3 mánuði.