Um okkur

 

Hraust er samfélag kvenna sem vilja endurhugsa sambandið sitt við líkamann og tengjast honum út frá samkennd og virðingu.

Hraust var sett á laggirnar af sjúkraþjálfurunum Agnesi og Köru sumarið 2018 og hefur síðan þá tekið á móti hundruðum kvenna sem hafa valið að taka ábyrgð á eigin heilsu og að forgangsraða sér efst á lista.

Fyrir okkur snýst þetta ekki um að láta búa til einu réttu æfingaáætlunina fyrir sig heldur að fá verkfæri í hendurnar til þess að rýna inn á við og skoða það hvernig við hugsum um og hreyfum líkamann okkar.

Öll okkar vinna miðar að því að gera þig meðvitaðari um eigin líkama - hvort sem þú þarft að skoða hugarfarið, liðleikann, vöðvavinnuna eða líkamsbeitinguna.

Við trúum því að þú vitir sjálf hvað það er sem gerir þér gott ef þú bara leyfir þér að stíga tvö skref aftur, hlusta á innsæið og yfirgefa fyrri hugmyndir um allt sem þú ættir að vera að gera eða hugsa.