Styrkur&mobility

Miðvikudögum kl. 12:00-12:45 & kl. 16:30-17:15
Í salnum okkar á Nýbýlavegi 6

 

Í tímunum leggjum við áherslu á að liðka upp svæði sem gjarnan stífna í daglegu lífi og styrkjum okkur inn í góða líkamsstöðu. Við tölum þig í gegnum æfingarnar og tryggjum það að þú æfir í góðri meðvitund, finnir vel fyrir líkamanum þínum og kynnist sjálfri þér betur.

Það er fátt sem toppar það að geta hreyft sig óhindrað í gegnum daginn og að líða vel í eigin skinni. Liðleika- og styrktarþjálfun er þar að auki ein besta forvörnin gegn stoðkerfisverkjum og öðrum stoðkerfiskvillum.