Mjúkt flæði

Föstudögum kl. 12:00-12:45 og kl. 16:30-17:30
Í salnum okkar á Nýbýlavegi 6

 
Í mjúka flæðinu vinnum við með æfingakerfi hannað af sjúkraþjálfurum sem dregur úr algengum einkennum eins og spennuhöfuðverk, vöðvabólgu, mjóbaksverk og einkennum frá mjöðmum og hnjám.

Í tímunum förum við í gegnum mjúkar æfingar, teygjur og nudd og endum alla tíma á góðri slökun. Við leggjum við mikla áherslu á að hver og ein tengist sínum líkama og fari í gegnum æfingarnar á sínum forsendum. Hóparnir eru fámennir og því mikið svigrúm til þess að veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf til hverrar og einnar. 

Tímarnir eru barnlausir og þar leyfum við athyglinni að færast algjörlega yfir á okkur sjálfar og slökum vel á öllu kerfinu.