Á bakvið Hraust erum við Agnes og Kara, sjúkraþjálfarar, fyrrum bekkjasystur og mömmur með fyrstu börn á sama árinu.

Eins og gengur í fæðingarorlofi drukkum við saman einn og einn kaffibolla og ræddum það hvað við vildum geta nýtt sjúkraþjálfunargráðuna í. Við höfðum hvorugar verið að finna okkur innan hefðbundins ramma á fyrri vinnustöðum og veltum því fyrir okkur hvar við gætum sótt um til þess að fá meiri tíma til þess að vera skapandi í starfi, dýpka okkur í fræðunum og veita meðferð meira í gegnum fræðslu og þjálfun frekar heldur en á bekknum. Okkur datt enginn vinnustaður í hug. Einhverjum mánuðum seinna áttum við svo ljósaperumóment lífs okkar - afhverju ekki að byrja bara með okkur eigið konsept?

Við þurftum að melta þetta í dágóðan tíma. Okkur fannst þetta bæði spennandi og stressandi hugmynd. Að lokum ákváðum við bara að taka sénsinn - í versta falli værum við mættar á gamla vinnustaðinn með skottið á milli lappanna eftir einhverja mánuði. Um leið og ákvörðunin var tekin var eins og opnaðist á allar heimsins flóðgáttir og hugmyndirnar streymdu til okkar. Við fengum mjög margar hugmyndir. Prófuðum sumar, settum aðrar á bið og reyndum svo að greiða úr flækjunni í hausnum á okkur.

Það sem byrjaði sem mömmuleikfimi fyrir konur með mjaðmagrindarverki eftir fæðingu var allt í einu orðið að alhliða líkamlegri- og andlegri þjálfun fyrir almenning og einstaklinga í starfsendurhæfingu. Stundum þarf greinilega bara að byrja einhvers staðar. Nú ári eftir að við hentum okkur út í djúpu laugina er Hraust prógrammið alltaf að taka á sig betri og betri mynd en verður líklega aldrei fullklárað þekkjandi okkur og okkar flögrandi huga. En það er nákvæmlega þannig sem við viljum hafa það - halda sér á tánum, vera alltaf að læra eitthvað nýtt og upplifa spennuna sem fylgir því að dreifa út boðskap sem maður trúir virkilega á.

Við trúum því að eina leiðin til þess að ná varanlegum árangri að bættri heilsu sé að setjast sjálfur í bílstjórasætið og taka fulla ábyrgð á sjálfum sér. Prógrammið okkar er þar að leiðandi ekki sett upp til þess að "bjarga" einum né neinum eða útvega "hinar fullkomnu æfingar" heldur getur verið dýrmætt verkfæri fyrir þá sem vilja kynnast betur eigin líkama og kortleggja nánar hvar breytinga er þörf. Við þekkjum það bæði af eigin reynslu og í gegnum skjólstæðinga okkar að hugur og líkami er einn og sami hluturinn og þar að leiðandi finnst okkur nauðsynlegt að vinna með báða þætti í einu. Bældar erfiðar tilfinningar finna sér farveg í alls konar líkamskvillum og líkamleg vandamál geta orðið að andlegum vandamálum með tímanum. Við höfum því lagt áherslu á frá upphafi að taka tillit bæði til huga og líkama í okkar þjálfun.

Okkar markmið er að aðstoða þig við að læra eitthvað nýtt um líkamann þinn og útvega þér verkfæri sem nýtast þér til þess að færa líkamann inn í betra jafnvægi svo þú getir stundað þá hreyfingu sem þér þykir skemmtileg. Á þjálfunartímanum setjum við fram hugmyndir af æfingum, teygjum og nuddi og vörpum fram pælingum um það hvernig við náum hausnum með okkur. Við setjum það svo í hendur hvers og eins að sigta út það sem hentar hverju sinni. Við viljum í raun gera okkar skjólstæðinga það örugga í eigin skinni að þeir þurfi ekki lengur á okkur að halda.

Bestu launin eru að heyra af fyrrum skjólstæðingum að blómstra í crossfitt, útihlaupum eða hvaða sporti sem er - allt í einu með fulla trú á eigin getu og næga þekkingu á eigin líkama til þess að aðlaga æfingar að sínum þörfum.

Kara Elvarsdóttir og Agnes Ósk Snorradóttir

 

Ferilskrá Agnesar

Menntun
2012-2016 - Háskóli Íslands - BSc í sjúkraþjálfun

Starfsferill
2016-2017 Landspítalinn - Sjúkraþjálfari á bæklunardeild og gigtardeild
2018 Heilsuborg - Sjúkraþjálfari í bekkjar- og æfingameðferðum
2018-2019 Breiðu bökin - Bakleikfimi í vatni undir handleiðslu sjúkraþjálfara
2018-2019
Hraust þjálfun - Mömmuþjálfun og hóptímar undir handleiðslu sjúkraþjálfara
2018-2019 Janus starfsendurhæfing - Þjálfun í tækjasal og hóptímakennsla

Námskeið
2017 Revolution Running - Leiðbeinandi: Jason Karp
2018 Framhaldsnám í stoðkerfisfræðum - Leiðbeinendur: Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir, Karólína Ólafsdóttir, Harpa Helgadóttir, Gunnar Svanbergsson og Sigrún Konráðsdóttir sjúkraþjálfarar 2018 Pelvic Health - Leiðbeinendur: Ruth Jones og Bill Taylor sjúkraþjálfarar
2018 Núvitund: Hagnýt leiðsögn til þess að finna frið í hamstola heimi - Leiðbeinandi: Herdís Finnbogadóttir

Ferilskrá Köru

Menntun
2012-2016 - BS gráða í Sjúkraþjálfun frá Læknadeild HÍ

Starfsferill
Frá 2016 Heilsuborg Sjúkraþjálfari - bekkjameðferð og æfingameðferðir
Frá 2015 Breiðu bökin Leiðbeinandi í bakleikfimi í Heilsuborg og Grensáslaug
Frá 2018 Janus endurhæfing - þjálfun í tækjasal
Frá 2018 Hraust þjálfun mömmuþjálfun og almenn hópþjálfun undirhandleiðslu sjúkraþjálfara
2014-2017 Klifið skapandi fræðslusetur - Ballettkennari

Námskeið
Ágúst 2014: Greining, úrræði og æfingameðferð fyrir mjóhrygg, brjósthrygg, háls og axlagrind. Leiðbeinandi: Harpa Helgadóttir
Vor 2018: Framhaldsnám í stoðkerfisfræðum: Klínískt námskeið í skoðun og meðferð hryggjar og aðlægra svæða. Leiðbeinendur: Harpa Helgadóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Karólína Ólafsdóttir, Sigrún Konráðsdóttir, Gunnar Svanbergsson

Hraust Þjálfun

kt. 260991-2059
Holtsvegi 33
210 Garðabæ
s. 869-1028
hraust@hraustthjalfun.is