Eftir tvær meðgöngur og fæðingar var líkaminn á mér stanslaust kvartandi, mér var illt í bakinu og grindinni og margt í daglegu lífi sem ég gat ekki gert. Ég prufaði margt, allskonar hreyfingu, einkaþjálfun, sjúkraþjálfun o.fl. en það ýmist bætti ekkert eða ég þurfti að hætta útaf verkjum. Eftir 5 ár af þessu veseni fór ég á tvö námskeið fyrir mömmur hjá HRAUST. Ég fékk svo góða leiðsögn, skilning á mínum veikleikum og svör við fullt af spurningum, loksins fann ég eitthvað sem hentaði mér. Ég lærði að skilja líkamann, hlusta á hann og byggja hann upp. Í framhaldinu fór ég svo á functional fitness námskeið hjá HRAUST og var farin að gera æfingar sem mig óraði ekki fyrir að ég gæti gert. Námskeiðið var mjög passlega krefjandi og auðvelt að aðlaga æfingar að minni getu. Ég náði enn meiri árangri og skemmti mér mjög vel, eitthvað var það sem fékk mig til að mæta í alla tíma. Mér finnst eins og námskeiðin hafi veirð hönnuð fyrir mig og minn líkama og mæli með þessu fyrir allar mömmur (og alla aðra). Klárlega það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig lengi. Takk fyrir mig

 

Nú hef ég lokið tveimur námskeiðum hjá Agnesi og Köru og er mér óhætt að mæla með því fyrir alla þá sem vilja bæta líkamsvitund sína og auka styrk sinn. Eftir slæma grindarverki á meðgöngu var það hægara sagt en gert að hefja þjálfun á ný. Það var því mikill léttir að frétta af námskeiði líkt og þessu en með faglegri leiðsögn Agnesar og Köru við æfingar og líkamsbeitingu hef ég nú náð upp fyrri styrk. Hjá þeim fær maður nákvæma og persónulega þjálfun þar sem maður kynnist líkama sínum enn betur, styrkleikum hans og veikleikum. Í léttu andrúmslofti miðla þær þekkingu sinni og hrista saman hópinn svo úr verður skemmtilegt og árangursríkt námskeið í góðum félagsskap.
Guðbjörg Oddsdóttir

 

Ég hef verið að nýta mér functional fitness prógrammið hjá HRAUST sl 6 vikur og hef sjaldan verið ánægðari á æfingum. Eftir meðgöngu gat ég lítið sem ekkert hreyft mig án þess að finna mikla verki í grind, og það í nokkra daga eftir hreyfingu.Ég geri functional fitness prógrammið ýmist heima eða í ræktinni og hefur hvorutveggja hentað mjög vel. Lítið mál að taka æfingarnar heima ef grísinn er lasinn eða maður einfaldlega nennir ekki út úr húsi og finnst mér það mjög mikilvægt að geta tekið æfingarnar heima! Þegar ég fer í ræktina þá er lítið mál að þyngja lóðin eftir því sem maður treystir sér til, nú eða sleppa þeim alfarið.
Það sem mér finnst mjög mikilvægur partur af þessu prógrammi eru hve vel maður teygir á meðan æfingum stendur! Það hefur gert það að verkum að ég er alls ekki sami spítukallinn og ég var áður og grindin því töluvert betri! Hef verið alveg verkjalaus á æfingum!
Markmið mitt fyrir lok febrúar mánaðar var að geta staðið á höndum og gert þröngar armbeygjur á tánum, og viti menn, það tókst nú þegar! Maður vinnur mikið með eigin líkamsþyngd í prógramminu og held ég að það hafi líka orðið til þess að þetta markmið náðist!
Eitt að lokum sem ég VERÐ að dásama hjá stelpunum er hversu ÞÆGILEGT og aðgengilegt prógrammið þeirra er og maður skilur um leið hvers er ætlast til á hverri æfingu fyrir sig. Mér finnst það mikill plús að vera með auðskiljanlegt prógramm!
Valgerður Kristjánsdóttir
 
Ég fór í fjarþjálfunina í framhaldi af námskeiði þannig mér fannst ég skilja vel hvernig ég átti að beita líkamanum í æfingunum. Þetta eru líka svo góðar æfingar. Ég elska þetta app, mesta snilldin að ýta bara á Start og það leiðir þig í gegnum æfinguna. Og líka auðvelt að hafa samband við þjálfarana í gegnum það. Það skín í gegn metnaður og fagmennska og hvað þetta er persónulegt.
Helena Rut Jónsdóttir
Besta ákvörðun sem ég hef tekið varðandi mína heilsu eftir barnsburð.
Eftir tvenn námskeið hjá Köru og Agnesi hef ég lært betur á minn eigin líkama og er miklu meðvitaðri um að beita mér rétt og að gera æfingarnar rétt og vel. Ég hef glímt við stoðkerfisvanda um nokkurt skeið og var því gott að vera undir góðri leiðsögn sjúkraþjálfara. Agnes og Kara eru frábærir kennarar sem vita svo sannarlega hvað þær eru að gera. Þær sýna mikinn faglegan metnað og veita manni góðan stuðning í gegnum allt námskeiðið. Ég mæli klárlega með námskeiðunum hjá Köru og Agnesi og mun pottþett halda áfram að notast við æfingakerfið þeirra í komandi framtíð.
Laufey Karlsdóttir - hjúkrunarfræðingur og strákamamma
Laufey Karlsdóttir
Þegar ég fór fyrst að leita að fjarþjálfunarprógrömmum og rakst á Hraust þá viðurkenni ég að ég hélt að þetta yrði ekki alveg fyrir mig. “Er þetta ekki bara fjarþjálfun fyrir nýbakaðar mæður?” hugsaði ég. En eftir að hafa séð auglýsingu frá þeim á instastory nokkrum sinnum fann ég eitthvað toga í mig... Mögulega var það hvernig þær töluðu um hreyfingu og líkamann sinn? Eða kannski var það bara ferskjulitaða lógóið. Ég allavega sló til en lét þær sko svo sannarlega vita að ég væri enginn byrjandi í hreyfingu og að ég kynni að nota líkamann, og að ég þyrfti sko bara að styrkja bak og handleggi! Ég fékk strax mjög jákvætt svar frá þeim um að þær myndu smíða eitthvað krefjandi fyrir mig. Þær komu mér svo sannarlega á óvart með skemmtilegu 6 vikna prógrammi með fjölbreyttum, góðum og spennandi æfingum! Prógrammið var stútfullt af æfingum fyrir bak og hendur, ásamt æfingum fyrir restina af kroppnum. 4 vikum seinna er ég farin að finna þvílíkan mun öllum líkamanum og er farin meira að segja að sjá meiri vöðva! Ég finn ekki lengur til í bakinu eftir langa vinnudaga, sem er stór plús! Þær eru fljótar að svara, aðlaga æfingarnar og vikurnar eftir þörfum, koma með góðar uppástungur og hafa virkilegan áhuga á að fylgjast með manni og hvetja mann áfram! Ég fer út úr þessu prógrammi með góðar æfingar til að nota áfram OG flottari handleggi! Ég bið ekki um meira. Takk Hraust þjálfun!
 
Sandra Gunnarsdóttir, danskennari, kaffibarþjónn & verðandi flugfreyja
Ég átti strákinn minn í desember síðastliðinn, fæðingin var mjög erfið og ég endaði í keisaraskurði sem er gífurlega stór aðgerð. Líkaminn minn var gjörsamlega í klessu - þá er ég ekki að tala um mömmu aukakíló eða lausa húð, ég bara gat ekkert gert án aðstoðar. Mér varð það ljóst að það væri langt bata ferli framundan og nauðsynlegt fyrir mig að fá fagaðila til að hjálpa mér að komast á réttan stað. Ég er sjálf íþróttafræðingur og starfa við þjálfun og má því segja að líkaminn minn sé mitt stærsta vinnutæki - fyrir utan það hvað það er ómetanlegt að vera við góða heilsu. Ég kaus því að hafa samband við Hraust þjálfun og fá aðstoð frá Köru og Agnesi. Prógramið þeirra, Meðgöngu- og mömmu þjálfun er það sem ég hef verið að fylgja eftir. Fræðslan sem fylgir prógraminu er alveg ómetanleg, hjálpar manni að skilja líkamann sinn betur. Það er einfalt að fara eftir prógraminu hvar sem er, það krefst ekki mikils pláss eða áhalda og því mjög þæginlegt að gera það hvar sem er. Það sem meira er að ég er yfirleitt keppnisskapið uppmálað og því ansi líkleg til að ofgera mér en mér hefur ekki tekist það ennþá og ég tel að uppsetningin á æfingunum komi að einhverju leiti í veg fyrir það. Eftir mánaðar eftirfylgni finn ég ótrúlegan mun á sjálfri mér, ég er meðvitaðri um líkamsstöðuna mína og líkamsbeitingu. Líkamsvitundin mín er líka öll að koma til baka - en ég átti mjög erfitt með að átta mig á því hvaða kviðvöðva ég var að spenna til að byrja með þar sem tilfinningin í skurðsvæðinu var mjög skrítin. Ég mun klárlega halda þessu áfram og færa mig upp á næsta stig þegar líkaminn leyfir! Þær Kara og Agnes vita svo sannarlega hvað þær eru að gera, ég get ekki hætt að mæla með þessu!
 
Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, íþróttafræðingur 
Ég hef aldrei (og þá meina ég aldrei) haldist í neinni íþrótt, æfingaprógrammi eða almennt í ræktinni. Eftir að ég byrjaði aftur að vinna eftir fæðingarorlof var líka extra erfitt að koma sér aftur í hreyfingu vegna tímaskorts. Eitt kvöldið benti vinkona mín mér á Hraust og ég tók skyndiákvörðun um að skrá mig. Ég hef svo sannarlega ekki séð eftir þeirri ákvörðun. Prógrammið hjá þeim er einstaklingsmiðað með mjög góðum og fjölbreyttum æfingum, ráðleggingum, fræðslu og peppi sem hefur hitt í mark hjá mér. Einnig hefur maður yfirsýn yfir alla þessa þætti í einu appi og getur sent þeim skilaboð hvenær sem er og ég hef alltaf fengið skjót svör. Það besta við Hraust er að ég get gert allar æfingarnar heima og þar af leiðandi hef ég getað fylgt prógramminu allan tímann og ætla mér svo sannarlega að halda áfram hjá þeim.
Ég mæli hiklaust með Hraust og gef þeim fullt hús stiga!
 
Auður Friðriksdóttir