Námskeið

2-3 klst námskeið/vinnustofur þar sem farið er yfir heilsutengd málefni og leiðir að einfaldara og innihaldsríkara lífi. Væntanlegt haustið 2019!

Paranámskeið

Að setja heilbrigð mörk í nýju hlutverki án þess að týna sjálfum sér. Hvað er raunhæft að ætla sér á meðgöngu og hvernig geta foreldrar undirbúið sig andlega og líkamlega fyrir fæðingu barns.

Hreyfing eftir meðgöngu

Allt sem þú þarft að vita til þess að fara á öruggan hátt aftur af stað í þína hreyfingu og endurheimta líkama þinn eftir meðgöngu

 

Að hlusta á líkamann

Lærðu að vera með líkamanum þínum í liði til þess að minnka streitu, líða betur og ná betri árangri.

 

 

Námskeið

Hreyfing sem lífsstíll

Sex vikna námskeið þar sem við förum yfir þau undirstöðuatriði sem halda líkamsstarfseminni í jafnvægi og leggjum áherslu á að þátttakendur læri að hreyfa sig í takt við það sem líkaminn kallar á. Við aðstoðum hvern og einn við að kortleggja sína veikleika og förum yfir hvernig árangurinn stjórnast af hugarfarinu sem við höfum til hreyfingar og viðhorfs okkar í eigin garð.

Námskeiðið er tvískipt með tveimur hóptímum í viku og einum fræðslufyrirlestri.

Hóptímarnir eru á tveimur mismunandi erfiðleikastigum:

Stig 1: vinnum eingöngu með eigin líkamsþyngd og léttar teygjur. Hver og einn gerir æfingarnar á sínum hraða með það að markmiði að auka líkamsvitund og bæta þol og styrk.

Stig 2: unnið með eigin líkamsþyngd, teygjur og lóð. Hraðari stignun í æfingum og þátttakendur hvattir til þess að reyna á mörkin sín og finna hvernig líkaminn bregst við álagi.

Eins og er bjóðum við aðeins upp á þetta námskeið fyrir þátttakendur í starfsendurhæfingu hjá Janusi Endurhæfingu

Fjarþjálfun

Þriggja mánaða fjarþjálfun undir leiðsögn sjúkraþjálfara

Markmið þjálfunarinnar er að þátttakendur læri að nota hreyfingu og almenna líkamsvitund til þess að auka líkamlega og andlega vellíðan. Einstaklingsmiðað æfingaprógramm og vikuleg eftirfylgni í gegnum Hraust appið. Í hverri viku er tekið fyrir ákveðið fræðsluþema og fræðsluefni með því.

Æfingarnar er hægt að gera hvort sem er heima eða á líkamsræktarstöð en í æfingabankanum okkar ættu allir að finna eitthvað við hæfi, hvort sem það eru æfingar með eigin líkamsþyngd, lóðum, teygjum eða ketilbjöllum.