Master í mér

Fjarþjálfun fyrir konur sem vilja verða sérfræðingar í eigin líkama

 

 

 

Markmið prógrammsins

Áður en þú byrjar þjálfunartímabilið viljum við að þú setjir þér markmið. Eitthvað sem þig langar að geta gert. Eitthvað sem þér virðist fjarlægt núna. Eitthvað sem myndi færa þér aukin lífsgæði. Í lok tímabilsins átt þú svo að vera farin að þekkja líkamann þinn það vel og vera búin að sanka að þér það góðum verkfærum að það sem áður virtist óraunhæft markmið er orðið að einhverju sem þú gætir í alvörunni gert.

Hvernig eru æfingarnar?

Þú þarft að gefa þér tíma daglega til þess að taka stöðuna á dagsforminu og ákvarða út frá því hvernig þú ætlar að ráðstafa orkunni þinni þann daginn. Dagsformið getur verið mjög breytilegt svo þú gætir eytt allt frá 5 mín í 40 mín í æfinguna sjálfa. Í appinu finnur þú slökunaræfingar, djúpvöðvaæfingar, teygjur, styrktaræfingar, þolæfingar og möguleika á að setja inn öðruvísi hreyfingu allt frá fjallgöngum upp í sund og allt þar á milli.

Okkar hlutverk

Við tökum stöðuna á þér vikulega í gegnum æfingaappið, heyrum hvernig þér gengur að aðlaga æfingarnar að þér, komum með hugmyndir að mögulegum lausnum þegar þú mætir hindrunum og leiðbeinum þér í áttina að því að ÞÚ verðir sérfræðingur í eigin líkama.

Það sem við gerum ekki

Til allrar óhamingju getum við ekki sérsniðið fyrir þig hið fullkomna prógramm, leyst öll þín vandamál, komið þér í kjólinn fyrir jólin fyrir jólin eða í bikiníið fyrir bakkann.
Við trúum því að þú sért mun betur í stakk búin að gera það allt saman sjálf!

Þitt hlutverk

Til þess að geta tekið þátt í prógramminu verður þú að vera tilbúin til þess að taka ábyrgð á eigin heilsu og að forgangsraða sjálfri þér efst á listann á þjálfunartímabilinu. Þú vinnur stöðugt að því að taka eftir því hvernig hugur og líkami bregst við prógramminu, prófar þig áfram með hvað virkar fyrir þinn líkama og hvað gæti fært þig nær þínu markmiði. 

Af hverju getum við ekki bara sagt þér hvað þú átt að gera?

Prógrammið miðar allt að því að þú náir betri tengingu við líkamann, skynjir merkin sem hann er í sífellu að senda þér og getir með tímanum brugðist við þeim með árangursríkum hætti. Þú æfir þig í því daglega að skilgreina þig ekki út frá dagsforminu. Ef þú t.d. vaknar einn morguninn þreytt í neikvæðniskasti, með bakverk og litla löngun til þess að hreyfa þig þá þýðir það ekki að þú sért latur, neikvæður, bakverkjasjúklingur heldur frekar að þú þurfir að skoða betur hvaða grunnþarfir þú ert ekki að uppfylla. Síðasta mánuðinn í prógramminu ættirðu svo að vera orðin það mikill sérfræðingur í eigin líkama að þú getur farið að vinna markvisst að því að ná markmiðinu sem þú settir þér í upphafi.

PRAKTÍSKAR UPPLÝSINGAR

Nýtt tímabil hefst 2. september 2019 og stendur yfir í 12 vikur

Verð: 22.000 á mánuði

Skráning í þjálfun

Nýtt tímabil hefst 2. september. Eftir að skráning og greiðsla hefur borist sendum við þér aðgang að appinu þar sem þú fyllir út spurningalista svo við fáum að kynnast þér aðeins betur.

Uppsetning

Eftir að skráning og greiðsla hefur borist sendum við þér aðgang að appinu þar sem þú fyllir út spurningalista svo við fáum að kynnast þér aðeins betur.

Við setjum upp prógramm fyrir þig út frá þinni sögu og aðlögum það ennþá betur að þér eftir að þú hefur farið í gegnum stoðkerfismatið.Eftirfylgni

Við tökum stöðuna á þér vikulega, hjálpum þér að aðlaga prógammið að þínum þörfum og látum þig fá verkefni til að hugsa um fyrir næstu viku. Við gerum líka breytingar á prógramminu ef þörf er á því.

Þú byrjar að æfa!

Þú færð nýtt prógramm og fræðsluefni í upphafi hvers mánaðar og velur hvenær þú ert tilbúin/nn í erfiðari æfingar. Þú hefur aðgang að slökunaræfingum, djúpvöðvaæfingum, styrktar- og þolæfingum auk þess að geta skráð sjálf inn öðruvísi hreyfingu í appinu.