Congratulations! You are now on the waiting list, please check your inbox for our confirmation email!

Register Account

Sign In

Liðleikaskólinn

Liðleikaskólinn

Venjulegt verð
6.900 kr
Venjulegt verð
Tilboðsverð
6.900 kr
Unit price
per 
Availability
Uppselt

Hreyfðu þig eins og líkamanum þínum var ætlað að hreyfast!

Með liðleikaþjálfun getur þú minnkað líkur á meiðslum og verkjum. Þú lærir að þekkja líkama þinn betur og nærir liðina með því að hreyfa allan líkamann frá toppi til táar. 

Í liðleikaskólanum hefur þú aðgang að:

  • Fræðslumyndböndum - skannaðu þá liði/vöðva sem hafa mest áhrif á hreyfigetuna þína
  • Nuddmyndbönd - lærðu að mýkja upp líkamann með nuddrúllu, bolta og bara höndunum
  • Mjúku flæði fyrir allan líkamann - mislöng myndbönd sem þú getur gripið í 1-3x í viku eða eins oft og þú getur gefið þér tíma til að næra líkamann með mjúkum hreyfingum.

Um leið og þú kaupir aðgang að liðleikaskólanum færðu tölvupóst með hlekk á námskeiðið og getur byrjað strax að læra! 

Umsagnir nemenda:

“Ég er bara svo glöð að vera að finna lausn á eilífðarvandamáli”, “ég gat ekki komið rassinum nálægt hælunum þegar ég sat á táberginu en nú er það bara ekkert mál” segir einn nemandi Liðleikaskólans sem hljóp í fyrsta sinn (verkjalaus) í langan tíma eftir að hafa ekki getað gengið meira en 5 km vegna verkja. 

“Þessar hrygg-teygjur eru einhver galdur og ég hef aldrei verið betri í bakinu” segir annar nemandi sem vinnur heima og hefur hingað til þurft að reiða sig á nuddtíma til að lina bakverki vegna mikillar setu við vinnu heima við. “Það er betra að anda og líður betur í liðum, baki og mjöðmum” bætir hún við. 

"Það er svo mikill léttir að finna lausnir og að maður þurfi ekki alltaf að vera háður einhverjum fagaðila heldur geti reddað sér sjálfur. Ég hef lært betur inná líkama minn með því að prófa mig áfram og fundið í alvöru fyrir að æfingarnar séu að skila árangri"