Smelltu hér til þess að skrá þig inn á netnámskeið

  • Treystu innsæinu og hreyfðu þig í meðvitund um eigin líkama

  • Þjálfun sköpuð af sjúkraþjálfurunum Agnesi og Köru

Treystu innsæinu og hreyfðu þig í meðvitund um eigin líkama

Þjálfun sköpuð af sjúkraþjálfurunum Agnesi og Köru

Nú getur þú pantað tíma í sjúkraþjálfun hjá HRAUST

HRAUST staðnámskeið

Í sumar förum við LOKSINS aftur af stað með námskeið í eigin persónu og fyrsti hópurinn fer af stað 1. júní 👏🏻🎉🎊

Næsti hópur fer af stað 5. júlí.

 

Námskeið fyrir konur sem vilja:

💫 Skilja líkamann sinn og taugakerfið betur.

💫 Fá hjálp við að róa niður taugakerfið og komast út úr streituvítahring.

💫 Þjàlfa sig í að hreyfa sig í takt við dagsformið og þarfir líkamans hverju sinni.

💫 Verða meðvitaðari um hugsanir sínar, tilfinningar og merkin sem líkaminn sendir í sífellu.
💫 Æfa sig í að vera með líkamanum sínum í liði og að mæta sér af mildi.

💫Verða öruggari með að setja mörk í kringum sig

 

Námskeiðið hentar konum á alls konar tímabilum í lífinu sem þær vilja ná betur utan um og hefur gefið góða raun fyrir t.d. konur á meðgöngu, eftir fæðingu, konur sem eru að vinna úr áföllum, langvinnu streituástandi eða eru að læra inn á líf með langvinnum sjúkdómum eins og t.d. vefjagigt. 

Námskeiðið hefur verið í stöðugri þróun hjá okkur síðastliðin þrjú ár og hjálpað svo mörgum konum við að líða betur í eigin skinni 💛

Við höfum sótt innblástur í margar áttir við þróun á efninu og rauði þráðurinn verið að þegar við komumst í sátt við allt það sem við erum, erum tilbúnar til þess að mæta hindrunum af forvitni og æfum okkur í því að tengjast líkamanum og hlusta á það sem hann segir að þá gerast magnaðir hlutir ✨

 

Námskeiðið stendur yfir í 4 vikur í senn og samanstendur af:

💫 Upphafsskoðun þar sem við kortleggjum saman áherslur komandi vikna.

💫 30 mín vikulegri bekkjarmeðferð þar sem við vinnum í því að auka meðvitund um líkamann, finnum gagnleg verkfæri við veikleikum í hreyfikeðjunni og losum uppsafnaða streitu út úr kerfinu með nuddi, triggerpunktalosun, öndunar- og slökunaræfingum.

💫40 mín æfingu kl. 12 á fimmtudögum með sjúkraþjálfara í sal í litlum hópi kvenna á sömu vegferð þar sem við höfum gott svigrúm til þess að aðlaga æfingar að þörfum hverrar og einnar.

 

Námskeiðið er niðurgreitt af Sjúkratryggingum Íslands og þurfa þátttakendur að mæta með beiðni í sjúkraþjálfun fyrsta námskeiðsdaginn. 

Skráning á námskeiðið fer fram í s. 556-0888. Námskeiðið er haldið í Kjarna kírópraktík og sjúkraþjálfun í Síðumúla 28. 

Umsjón með námskeiðinu hefur Agnes Ósk Snorradóttir sjúkraþjálfari.

 

Eingöngu 6 pláss verða í boði í hópnum hverju sinni 🙏🏻

Reynslusögur

Eftir að stelpan mín varð 3 mánaða ákváð ég að kaupa hjá ykkur 9 mánaða prógrammið og hlusta á podcastið ykkar. Þið skiljið ekki hvað þið gerðuð mikið fyrir mig, hugurinn minn svo galopnaðist að ég á ekki til orð. Ég átti mjög erfiða seinni hluta fæðingu. Eftir heimkomu fór ég strax í berja mig niður að ég væri nú bara ekkert gerð í þetta hlutverk, að ég hefði staðið mig svo hræðilega og yrði nú eflaust ekki góð mamma. Mér fannst ég ætti bara að harka allt af mér, hætta að væla og að ég ætti bara að geta þetta eins og allar hinar þó ég væri sárverkjuð um allan líkama. 6 vikum eftir fæðinguna er mér svo rúllað inn á Landspítala í hjólastól, þá hefði ég semsagt tognað við að rembast og var komin með mjög slæmar festubólgur í mjaðmirnar, mér fannst þessir verkir verri en fæðingin sjálf án alls gríns. Eftir þessa upplifun var ég rúmliggjandi og þá skráði ég mig í námskeiðið ykkar og sagði við sjálfan mig að hlusta á líkaman og hætta þessum asnaskap og guð minn góður. Bara að hlusta á podcastið ykkar var nóg fyrir mig að sigla á bleiku skýi, bara það að fá að heyra að þetta sé eðlilegt og heyra þessa leiðsögn er það besta sem ég hefði geta gert fyrir mig og dóttur mína, ég er bara rétt byrjuð og ég get setið lengur en 5 mín, ég þarf ekki að taka verkjalyf alla daga og ég get farið með dóttur mína út að ganga og legið með henni á leikteppinu! Ég sé ekki bara breytingu á andlegri og líkamlegri líðan hjá mér heldur finn ég líka að dóttur minni líður betur. Ég get verið almennilega með henni en áður þurfti ég aðstoð við að lyfta henni upp, ég gat bara haldið á henni liggjandi í sófa og gat ekki leikið við hana. 
TAKK! TAKK! TAKK!
Fyrir að gefa mér styrk til að játa fyrir sjálfri mér að þetta er allt í lagi.
Að hjálpa mér að geta séð um dóttur mína eins og mig langar.
Að finna ótrúlega gleði yfir minnstu hlutum í heimi (eins og fara á klósettið sjálf).
Þið hafið breytt þessu tímabili sem byrjaði eins og hryllingsmynd í besta tíma lífs míns!
Haldið áfram á þessari braut því ég held þið séuð að umturna lífi foreldra og að hjálpa þeim að fá það besta út úr þessu fallega tímabili!

Mig vantaði aðstoð við að taka skref til baka, byrjaði alltaf á sömu æfingunum og var með of há markmið, þegar þau gengu ekki upp gafst ég upp. Síðan ég skráði mig á námskeið hjá ykkur hef ég gert æfingar nánast á hverjum degi og ekki útaf því að ég er að pína mig til að gera æfingar heldur vegna þess að mér virkilega langar til þess og finnst það gaman. Mömmunámskeiðið hentar mér mjög vel þar sem ég er mikið ein heima með strákinn minn og á erfitt með að komast í burtu til þess að æfa, æfingarnar taka ekki of langan tíma og ég get gert þær heima. Mér finnst svo frábært að fara af stað í hreyfingu með þau markmið að styrkja mig, líða vel og kynnast líkamanum mínum í stað þess að vera að setja óraunhæfar kröfur á mig og vilja breyta utliti líkama míns. Ég er bara á fyrsta mánuðinum en líður strax betur, finn fyrir árangri og er með betri líkamsímynd.

Ég hef alltaf verið í íþróttum og með mikið keppnisskap en einn daginn bankaði lífið uppá og ég gat ekki lengur æft eins og ég gerði. Loksins þegar ég gat farið aftur af stað aftur fór ég alltaf aftur í gömlu æfingarnar, fór alveg á fullt og hlustaði ekki á líkamann. Þetta endaði alltaf á uppgjöf og þar af leiðandi litlu sjálfstrausti og lítilli virðingu fyrir mínum eigin líkama. Áður en ég byrjaði hjá HRAUST hafði ég aldrei spáð í því að vera með líkamanum mínum í liði. Eftir einn mánuð í þjálfun hefur þetta svo sannarlega breyst. Bara það að átta sig á því að ég geti verið orkulaus vegna þess að það vanti uppá grunnþarfirnar og að gefa mér svigrúm til þess að líða þannig var stórt ljósaperumóment fyrir mig. Þegar ég fer yfir þessar fjórar vikur er ég fljót að sjá árangur. Á fyrsta degi skrifa ég að ég sé föst í bakinu með leiðni upp í háls. Á níunda degi skrifa ég að ég finni ekki mikið fyrir verkjum þann daginn. Þarna er árangur svart á hvítu!

Ég nenni ekki lengur að "losa mig við" mömmukílóin mín - nota frekar bara föt sem passa! Öll þessi fræðsla hefur gert svo mikið, núna er ég þakklát fyrir alla hreyfingu og reyni frekar að njóta lífsins! Tímum hjá sjúkraþjálfurum/kírópraktorum/
sálfræðingum hefur fækkað síðasta árið einfaldlega vegna þess að þetta er að skila sér!

Ég byrjaði að fylgjast með HRAUST á instagram fyrir algjöra tilviljun, sá póst frá ykkur fyrir enn meiri tilviljun, sendi skilaboð (sem ég geri mjög sjaldan). Hitti ykkur í spjall sem átti að vera bara stutt og létt en endaði langt og djúpt og bjargaði lífinu mínu! Eftir spjallið fór ég að HÁGRÁTA.

Þið ættuð bara að bjóða upp á námskeið fyrir konur sem eru að keyra sig í kaf og komnar í bull!
Vil þakka ykkur svo mikið!

Ég fór á námskeið hjá HRAUST í janúar 2019. Þá var rúmlega ár liðið frá því ég átti dóttur mína og ég var enn með mikla grindarverki þrátt fyrir sjúkraþjálfun og æfingar í tengslum við hana. Ég er leikskólakennari og sá ekki fram á að geta unnið við það framar miðað við verkina sem ég var enn með. Það var ekki fyrr en ég fór á námskeið hjá Köru og Agnesi að ég sá loksins fram á að verkirnir myndu lagast. Þær kenndu mér einfaldlega á líkama minn! Þjálfunin þeirra var mjög persónuleg, þær fóru yfir hvert einasta atriði í hverri æfingu. Hingað til hafði ég gert æfingar án þess að hugsa. Þær sýndu mér með því að gera æfingar hægt og hugsa hvaða vöðva þú þarft að virkja nærðu árangri. Um leið og ég lærði í raun þetta einfalda atriði fann ég strax mun á mér. Samhliða námskeiðinu þeirra var ég einnig í sjúkraþjálfun og þetta tvennt gerði það að verkum að ég get unnið fullan vinnudag við krefjandi aðstæður fyrir líkamann.

Það er búið að vera gott að læra að "þurfa" ekki alltaf að vera 100%, hvorki í æfingum né í lífinu í heild, að eitthvað er betra en ekkert. Ég er hætt að finna upp einhverjar afsakanir fyrir því að gera ekki hlutina, stundum bara er lífið þannig að ég nenni ekki/get ekki/á ekki kost á því að fara út eða gera æfingar á gólfinu. So be it! Þá bara reynum við betur á morgun. Að sættast við það. Svo er bara í raun geggjaðslega mergjað að vera að hreyfa sig til að líða betur andlega og líkamlega en ekki til að verða mjó. Gagnvart markmiðunum góðu stend ég kannski ekkert tryllt vel, þannig, að öðru leyti en því að ég hef hreyft mig meira síðustu þrjá mánuði en síðustu þrjú ár þar á undan. Svo ef fram heldur sem horfir þá bara verð ég væntanlega komin í fitness form eftir aðra þrjá!

Ég hef alltaf svekkt mig á því að vera ekki nógu sterk, nógu góð að hlaupa, nógu mjó eða fara ekki á nógu langar æfingar eða nógu oft. Öll þessi fræðsla hefur gert svoooo mikið, núna er ég þakklát fyrir alla hreyfingu, hugsa mjög mikið út í hreyfanleika og reyni frekar að njóta lífsins. Þið komuð inn í líf mitt á svo réttum tímapunkti! Það besta er að ég er farin að tileinka mér svo margt úr ykkar hugmyndafræði við þjálfun og markmiðasetningu annarra. Og já, tímum hjá sjúkraþjálfurum/kírópraktorum/sálfræðingum hefur fækkað um 75% síðasta árið!

Ég hefði ekki viljað hitta neinn annan en ykkur þegar ég byrjaði að hreyfa mig aftur eftir meðgöngu. Ég hefði heldur ekki viljað neinn annan en ykkur til að hjálpa mér að láta lífið ganga þegar ég byrjaði svo að vinna eftir orlof. Get ekki mælt nógu mikið með HRAUST!