• Þegar líkaminn breytist er eðlilegt að þurfa smá hjálp

„Þið skiljið ekki hvað þið gerðuð fyrir mig, hugurinn minn svo galopnaðist að ég á ekki til orð“

„Ég hefði ekki viljað hitta neinn annan en ykkur þegar ég byrjaði að hreyfa mig aftur eftir meðgöngu“

„Haldið áfram á þessari braut því ég held þið séuð að umturna lífi foreldra“

„Svo gott að finna að manni er mætt þar sem maður er, dýrmætt að geta speglað sig í reynslu annarra og til eftirbreytni hvernig þið komið til dyranna eins og þið eruð klæddar“

Þarftu meiri stuðning?

Tímapantanir

Við tökum á móti konum í sjúkraþjálfun á stofuna til okkar sem vilja:

💫 Skilja líkamann sinn og taugakerfið betur.

💫 Þjálfast í að mæta sér af mildi, vera með líkamanum sínum í liði og setja á sig raunhæfar væntingar.

💫 Verða meðvitaðari um hugsanir sínar, tilfinningar og merkin sem líkaminn sendir í sífellu.

💫 Verða öruggari með að setja mörk í kringum sig.

Tímapantanir hjá Agnesi í Endurheimt, Lynghálsi 4, í s. 565-5200.

Tímapantanir hjá Köru í Kjarna sjúkraþjálfun og kírópraktík, Síðumúla 28, í s. 556-0888.